
Steinunn Gunnlaugsdóttir
Steinunn Gunnlaugsdóttir er fædd á Íslandi árið 1983. Hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2008 og stundaði framhaldsnám í HPW í Ashkal Alwan í Beirút, Líbanon, veturinn 2013-2014.
Steinunn var tilnefnd til Myndlistarverðlaunanna á Íslandi sem listamaður ársins 2018. Hún fékk verðlaun úr styrktarsjóði Richard Serra fyrir framlag sitt til skúlptúrlistar, árið 2021. Af gáskablandinni alvöru tekst hún á við samtímann og söguna, með því að rýna í og taka í sundur táknmyndir hins kerfisvædda mannheims og raða þeim saman á nýjan hátt.
Verkið er unnið í þéttu samstarfi við: Snorri Páll Jónsson: slitamaður, Tryggvi Rúnar Brynjarsson: doktorsnemi í sagnfræði í Háskóla Íslands og Gunnlaugur Bjarnason: óperusöngvari.