
april forrest lin 林森
april forrest lin 林森 (f. 1996, Stockholm — hán) er listamaður og sýningastjóri sem rannsakar mynda- og ímyndasköpun sem vettvang fyrir uppbyggingu, viðhald og útbreiðslu á sannleikum sem bæði styðja hvern annan og skarast á.
Hán vinnur kvikmyndir, gjörninga, skapandi forritun, textagerð og innsetningar og dreymir og kannar og gagnrýnir og pústar og leikur sér og ímyndar sér sameiginlegar minningar um gleymda fortíð, gagnrýnar skoðanir á staðlaðari nútíð og frjálsari framtíð - hugsaðar frá jaðrinum.
Verk April Forrest Lin 林森 flétta saman ævisögulega þræði, heimildir, hinsegin vistfræði og nýja miðla sem er skreytt með þeim efniviði sem á hug og hjarta háns á meðan á sköpunarferli hvers verks stendur. Verk háns eru skuldbundin því að miðjusetja þekkingu kúgaðra og byggja upp samvinnusiðferði sem snýst um gagnkvæma umhyggju og kanna tengslin milli sögu, minninga, persónulegra sem og kerfisbundna áfalla.
Verk háns hafa verið sýnd í Museum of the Moving Image í New York, Sheffield DocFest, V&A Museum, HOME, Malmö Konstmuseum, LA Filmforum, Edinburgh International Film Festival, Manchester Art Gallery, MADATAC, Arebyte Gallery, og Lausanne Underground Film & Music Festival.