Lyfvera

Lyfvera

Ingiríður Halldórsdóttir (1996) er langveik listakona og samfélags skipuleggjandi.

Lyfvera er verkefni sem fjallar um þann raunheim sem veikindi hennar hafa skrifað upp á. Í gegnum skúlptúrverk, keramik og ljóð opnar hún glugga og skapar tækifæri fyrir fólk að tengjast inn í Lyfveruna sína. Í gegnum húmor og orðagrín skorar hún á áhorfandann að sjá lyf í stærra samhengi.

Síðan 2023 hefur Ingiríður haft vinnuaðstöðu í Hafnar.haus. Þar hefur hún tekið þátt í að skipuleggja ýmsa viðburði og listamarkaði tengda Hafnar.haus og er hún núverandi gjaldkeri í Hafnarhaus members’association. Með hvatningu frá samferðafólki sínu byrjaði hún að blanda saman ljóðaskrifum og djúpri ást á orðagríni saman við leir, skúlptúrlist og pappírsvinnu. Í gegnum veikindi sín hefur Ingiríður sótt mikið í myndlíkingar til að útskýra sinn líkama og þann reynslu heim sem fylgir því að neyðast til að kljást við kerfi. Lyfvera notar lyfjaumbúðir sem efnivið í verk Ingiríðar. En hún hefur gaman að skoða hversdagsleikan og umbreytingu hans í lífi hvers og eins.

Ingiríður sýndi í Apríl verkið „Það er gluggaverkur í dag“ („Window pain management“) í gluggagalleríi hafnarhaus. Sýningar serían fékk styrk frá Borgarsjóði. Verkið samanstóð af ljóði, leirmunum og skúlptúrum sem unnir voru úr lyfjaumbúðum sem Ingiríður hefur safnað í gegnum
veikindaferlið sitt.

Sjá aðra listamenn