
Rósmarý Hjartardóttir
Rósmarý Hjartardóttir (f. 1997). Útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands, 2024 með skiptinámsönn í hreyfihönnun í Vilnius Academy of Arts í Litháen. Hún starfar sem grafískur hönnuður á auglýsingastofu og situr í stjórn Félag Íslensk Grafík sem ritari. Árið 2024 tók hún þátt á tveimur samsýningum hjá Félag Íslensk Grafík og hélt sína fyrstu einkasýningu Elska Feitt á HönnunarMars 2025 í Núllinu.
Á lokaári sínu í LHÍ rannsakaði hún samband grafískrar hönnunar og grafíklistar, bæði með B.A. ritgerð sinni og útskriftarverkefni. Þar komst hún m.a. að því hvernig ferlið í grafíklist getur orðið stór partur af lokaútkomu verksins. Þessa þekkingu nýtir hún sér í dag sem grafískur hönnuður og listamaður með því að ýta undir sköpunargleði og tilraunarstarfsemi í ferlinu sjálfu.