
Hamraborg Festival 2023 haldið dagana 23. - 30. ágúst.
Hátíðin Hamraborg festival verður haldin í þriðja sinn dagana 23. - 30. ágúst. Sýningarnar hátíðarinnar verða opnar í vikunni 23. - 30. ágúst en formleg dagskrá hátíðarinnar hefst 25. ágúst og stendur fram á sunnudaginn 27. ágúst. Allir viðburðir og sýningar hátíðarinnar eru staðsettar í Hamraborg í hjarta Kópavogs, meðal annars á Catalínu, Gerðarsafni, Euromarket, Krónunni og Bókasafni Kópavogs og kostar ekkert inn á viðburði hátíðarinnar.
Hamraborg Festival er árleg hátíð sem haldin hefur verið frá árinu 2021 en á hátíðinni er lögð áhersla á myndlist, staðbundin verk (e. site specific), gjörningalist og þátttöku nærumhverfisins. Hátíðin spratt út frá sýningarrýminu Midpunkt sem rekið hefur verið af listamönnum í Hamraborg síðan 2018. Hátíðin er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs.
Í ár taka yfir 80 listamenn þátt í hátíðinni en þar á meðal eru myndlistarmenn, sviðslistafólk, hljómsveitir og myndasöguhöfundar. Þáttakendur hátíðarinnar í ár koma víða að en hingað til lands er von á listamönnum frá m.a. Japan, Finnlandi og Póllandi sem koma hingað sérstaklega til að taka þátt í hátíðinni. Meðal þeirra listamanna sem taka þátt eru Úlfur Eldjárn, Ásrún Magnúsdóttir & Benni Hemm Hemm, Mio Hanaoka and Onirisme Collectif (Japan), Elísabet Birta Sveinsdóttir, Egill Logi Jónasson, Miukki Kekkonen (Finland) og Fræbbblarnir.
Viðburðir hátíðarinnar í ár eru með einstaklega fjölbreyttu sniði en í dagskránni má meðal annars finna myndlistarsýningar, kórverk, finnska myndasögusýningu og tónleika. Einn viðamesti viðburður hátíðarinnar í ár er samstarfsverkefni sex japanskra og íslenskra listamanna undir formerkjum Onirisme Collectif sem er næturlangur gjörningur þar sem áhorfendum er boðið í sameiginlega draumaupplifun. Samhliða hátíðinni verða einnig haldnar vinnusmiðjur sem höfða til allra aldurshópa m.a. smiðja skynjunarleikir fyrir börn, matreiðslusmiðja þar sem hráefni úr Hambraborg eru nýtt og myndasögudagbókasmiðja.
Hamraborg festival 2023 happening August 23. - August 30.
Hamraborg Festival will be held for the third time on the 23rd - 30th of August. The exhibitions of the festival will be open during the week of August 23 - 30, while the official program of the festival begins on August 25 and lasts until Sunday, August 27. All events and exhibitions of the festival are located in Hamraborg in the heart of Kópavogur, e.g. at Catalína, Gerðarsafn, Sali Thai, Visitor, Euromarket, Krónan and Bókasafn Kópavogur. All the events are free of charge.
Hamraborg Festival is an annual festival that has been held since 2021, but the festival focuses on visual art, site specific works, performance art and social engagement. The festival grew out of Midpunkt: the artist-run exhibition space operating since 2018 in Hamraborg. The festival is sponsored by the Art and Culture Council of Kópavogur.
This year, over 70 artists are participating in the festival, including visual artists, performance artists, bands and comic book writers. The pool of artists is very international this year but artists from e.g. Japan, Finland, UK and Poland are travelling to Iceland especially to participate in the festival. Among the participating artists are Úlfur Eldjárn, Ásrún Magnúsdóttir & Benni Hemm Hemm, Mio Hanaoka and Onirisme Collectif (Japan), Elísabet Birta Sveinsdóttir, Egill Logi Jónasson, Miukki Kekkonen (Finland) and Fræbbblarnir.
The events of this year's festival are exceptionally diverse, but the program includes art exhibitions, choir performance, an exhibition of comic diaries by Finnish artists and concerts. One of the most extensive events of this year's festival is a collaboration between six Japanese and Icelandic artists under the banner of Onirisme Collectif, a night-long performance where the audience is invited to a shared dream experience. Along with the festival, workshops will also be held that appeal to all age groups, e.g. workshops with sensory games for children, cooking workshops with materials from the shops in Hamraborg and a comic-journaling workshop.
Agnes Ársælsdóttir & Anna Andrea Winther
Apex Anima
FRZNTE
Ásrún Magnúsdóttir & Benedikt Hermann Hermannsson
Curro Rodríguez & Diego Manatrizio
Egill Jónasson & Ágústa Björnsdóttir
Einar Lúðvíksson
Elísabet Birta Sveinsdóttir
Eygló Höskuldsdóttir Viborg
Feminískt Rave:
Anna Kolfinna Kuran, Guðný Hrund Sigurðardóttir og Ívar Pétur Kjartansson
Dj Ani, Egill Árni Jónsson, Emilía Ómarsdóttir, Emilía Sól Yngvadóttir, Freyja
Lárusdóttir, Flóki Dagsson, Hildur Óskarsdóttir, Iðunn Berndsen, Ísafold Salka
Búadóttir, Jasmín Eva Sigurðardóttir, Kai Embl Baldurs, Katrín Einarsdottir, Klara Ævarsdóttir, Lilja Daníelsdóttir, Magdalena Arinbjörnsdóttir, Mikael Ólafsson, Pat Ferrell Berger, Sólveig Hanna Davíðsdóttir, Una Erlín Baldursdóttir, Úlfhildur Lokbrá Friðriksdóttir og ZiggyZX.
Froggy Starr
GMT:
Anna Róshildur, Björg Steinunn, Inga Steinunn, Bjartey Elín
Greta Vazhko
Guðný Rúnarsdóttir
Gudrida Lape
Gunnhildur Helga
Ingibjörg Magnadóttir
Pláneta:
Jorika Tundra & Siggi
KÁHH greinging:
Katla & Kata
Kraftverk:
Anna Kolfinna Kuran, Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Elísabet Birta
Sveinsdóttir, Gígja Jónsdóttir og Guðrún Selma Sigurjónsdóttir
Margrét Sesseljudóttir
Marta Sigríður Róbertsdóttir
Marie Vesela
Matthias Engler
Miukii:
Hanna Clarke, Piri H., Kipinä-Mikko, Muura Karu, Rosa Rea, Nea Runne, Ukko and Uolevi
Äikäs
Monika Fryčová
Mr Akward show:Þorkell Valur, Atli Sigurjónsson, Marlon Pollock, Opes701, Ernir Leo Hlynsson, Anton
Lyngdal, Nína Sígriður Geirsdóttir
Onirisme collective
Sóley Frostadóttir, Curro Rodríguez, Gígja Jónsdóttir, Mio Hanaoka, Shu Isaka, & Shun Owada
Pola Sutryk & Maja Demska
Ragnhildur Katla
Raqel Paderewski
Úlfur Eldjárn
Jasa Baka/ Zuzu Knew
Pönk concert:
The Boob Sweat Gang, Sóðaskapur, Fræbblarnir, Afterparty Angel and
Dr. Gunni