
Lu Fraser
Lu er breskur listamaður sem býr og starfar í Reykjavík með akademískan bakgrunn í vistfræði og framtíð umhverfa. Hán vinnur prentverk, bæði myndasögur og tímarit (zine), til þess að búa til aðgengilega og skemmtilega leið til þess að fást við viðfangsefni á borð við loftslagsmál og félagsleg réttindi. Hán hefur tekið þátt í skipulagningu prent markaða, bæði í Norræna húsinu og RÝMD, auk þess hefur hán kennt myndasögugerð og riso-prent í Listaháskóla Íslands. Hán hefur gefið út fjölda rita (zine) alþjóðlega, bæði eftir sjálft sig og í samstarfi við aðra, þar á meðal í Bretlandi, Írlandi, Hollandi og Bandaríkjunum.