Primordial Bouillon Cube

Primordial Bouillon Cube

Stundum virðast skörp skil á milli hins manngerða og náttúrulega. Um leið er eins og að tækifærunum sem mannfólk hefur til þess að tengjast náttúrunni fari sífækkandi. Lu kannar skyldleika þessara ólíku hugmynda með teikningum, myndasögum og hugarflugi: manngerðum hormónum er sprautað í lífræna líkama, dýr og menn haldast í hendur í upprunasúpunni.

Á sýningunni í Euromarket í Hamraborg sýnir Lu seríu teiknaðra verka sem prentuð eru í riso, á límmiða og fleiri DIY miðla. Verkin skoða hvernig vistfræði og hinseginleiki skarast í gegnum vettvang sýningarinnar. Myndirnar þekja veggina í reiðulausri blöndu lita, slíms, eggja, slagorða og drullu. Sum prentin eru hengd upp í mörgum eintökum til þess að gefa aðferðum fjölfeldisins vægi.

Nokkur prent verða gerð aðgengileg gestum án endurgjalds á meðan sýningu stendur.


Listamaður

Sjá aðra viðburði