
Í vinnusmiðjunni mun Lu bjóða þátttakendum að búa til sitt eigið tímarit (zine) eða leggja til efni í sameiginlegt rit (zine). Þátttakendur fá að kynnast því hvernig á að brjóta og binda saman sitt eigið rit (zine) en einnig hvernig á að útbúa teikningar. klippimyndir og annað efni fyrir útgáfuna. Þema vinnusmiðjunnar verður Hamraborg og nágrenni en í lok smiðjunnar mun koma út sameiginlegt Hamraborgar zine.