
BOSK
Berglind útskrifaðist sem fatahönnuður úr Listaháskóla Íslands 2021 og hefur hún hannað undir nafninu BOSK síðan þá. Eftir útskrift hefur hún hlotið styrki frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna, Hönnunarsjóði og Myndstef fyrir mismunandi verkefni sem öll snúast um að endurvinna efni á nýja vegu. Vinnuaðferðir á borð við að afvefa/afprjóna og endurvinna upp efnivið hefur verið hennar helsta aðferð ásamt klassískum íslenskum textíl aðferðum t.a.m. prjón, þæfing og vefnaður. Einkenni hennar hönnunar er prjón, pönk, endurvinnsla og sérstæð snið. Berglind hefur tekið þátt í hinum ýmsu samsýningum, til dæmis var hún valin til þess að vera partur af Young Talents of Fashion Design á Hönnunarmars 2024 þar sem hún endurhannaði einkennisbúning bankastarfsmannsins. Hönnunarmars 2025 setti hún upp gagnvirka sýningu á matarstellinu Hvíslustell á veitingastaðinum Hosiló.