Opnunarpartí

Opnunarpartí

Vertu velkomið á opnunarhátíð Hamraborg Festival, föstudaginn 29. ágúst klukkan 17:30 á Listatúni!

Föstudagurinn verður fullur af fjölskrúðugum viðburðum, gjörningum, sýningum og tónleikum!

Klukkan 17:30 munum við hefja hátíðarhöldin með skrúðgöngu um hverfið þar sem listamenn munu stíga á stokk, þar á meðal sviðslistahópurinn Krakkaveldi, myndlistarmaðurinn Lo-Renzo og fatahönnuðurinn BOSK!

Klukkan 18:00 munu bæjarlistamaðurinn Sigga Beinteins og bæjarstjórinn Ásdís Kristjánsdóttir opna festivalið með pompi og prakt í Salnum! DJ Fear and Love þeytir skífum!

Krónikan verður opin allt kvöldið!


Sjá aðra viðburði