
Vala Sigþrúðar Jónsdóttir
Vala Sigþrúðar Jónsdóttir (1993) býr og fæst við myndlist í Reykjavík. Undanfarin ár hefur hún unnið innsetningar og skúlptúra sem velta fyrir sér efniskennd textíls og hreyfimynda, og tengslum þessara tveggja miðla við umhverfi og kerfi manneskjunnar. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Gerrit Rietveld og MA frá Listaháskóla Íslands vorið 2025.