
Verkin úr Öllum áttum eru spunnin og ofin úr ráðgátugarni. Garnið (mögulega fengið að gjöf úr geymslu gefanda eða keypt í bílskúrssölu eða nytjamarkaði) hefur fyrir löngu orðið viðskila við allar upplýsingar um eigin uppruna eða efnasamsetningar og er aðeins samansafn lítilla hnykla og spotta. Það hentar ekki alltaf vel fyrir fyrirframákveðnar hugmyndir eða uppskriftir heldur þurfa þau sem uppi með garnið sitja oft að feta nýjar slóðir til að skapa heild úr óreiðunni.
Þegar hlutir eru framleiddir á ógnarhraða og dreifast á ófyrirséðan hátt um heiminn er rekjanleiki og hreinleiki hráefna ekki alltaf til staðar. Það sem sameinar þá er ráðgátan sem þeir eru sveipaðir og þessi verk fagna henni, bæði í hráefnis og aðferðavali.