
Tölva Völva
Svala Louise (UK/ÍS) er listamaður og söngvari sem starfar í Reykjavík. Hún blandar stafrænni list, gjörningalist og tónlist í alltumlykjandi, skynríkan reynsluheim. Svala hefur fókuserað á bæði klassískan söng og myndlist, hvar hún kannar tengslin milli hljóðs, mynda og umhverfis, og hefur einnig tekið þátt í flutningi á verkum annarra listamanna, en þar má nefna Ragnar Kjartansson og Julie Hill.
Hvort sem um er að ræða hönnun lifandi sviðsmynda, efnis fyrir tónleika eða sköpun leikjaheima fyrir þátttökuleiki, er markmið verka hennar að vekja tilfinningar með ákveðnu andrúmslofti og gáskafullri frásögn.
Elísa Hildur (IS) vinnur með hljóð, rödd og stafræna miðla fyrir umlykjandi rými sem kanna skynjun, nærveru og tilfinningar. Elísa hefur komið fram á hátíðum á borð við Iceland Airwaves, LungA, RIFF og BIME live List hennar er oft lýst sem dáleiðandi og kvikmyndalegri þar sem hún sameinar áferðamikla raftónlist, tilfinningaþrungna rödd og áhrifarík sjónræna tjáning fléttast saman í heilsteypta listræna upplifun.
Steinunn Eldflaug (IS) er með bakgrunn í myndlist, forritun og tónlist. Hún hefur ferðast um heiminn undir listamannsnafninu dj. flugvél og geimskip og komið fram á mörgum vel þekktum viðburðum á borð við Mutek Montréal, CMJ New York, Great Escape, Eurosonic og komið fram í Walt Disney Hall LA og KexP.
Hún nýtir tónleikasviðið sem vettvang fyrir tilraunir þar sem hún skoðar snertiflöt tónlistar, myndlistar, gjörninga, leikhúss, sagnahefðar, forritunar, gagnvirkrar vídeó-vörpunar og þátttöku áhorfenda.