Spádómar 21. aldarinnar

Spádómar 21. aldarinnar

Tölva Völva býður gestum að skyggnast inn í dularfullan heim og upplifa Spádóma 21. Aldarinnar. Á tímum þar sem veruleiki okkar byggir æ meir á stafrænum grunni er auðvelt að fá það á tilfinninguna að heimurinn verði sífellt kuldalegri og fjarlægist mennskunni. Við nýtum tæknina til að skapa eitthvað nýtt; sem býr yfir krafti tölvunnar í bland við mannlegra hlýju.

Í grunninn er listaverkið gagnvirkur stafrænn tölvuleikur sem spáir fyrir um framtíðina. Sannkölluð stafræn Völva sem býr til persónulegn spádóm fyrir hvern og einn.

Innsetningin Spádómar 21. Aldarinnar leitast við að skapa fjölþætta upplifun örlaga, tækni, og mannlegrar nándar í nýju formi. Með því að sameina hið forna listform spádómshefðarinnar og nútíma tækni og forritunar, býður listaverkið upp á nýtt sjónarhorn í tímalausri leit okkar að sjálfum okkur, umheiminum og okkar stað innan hans.

Listamaður

Sjá aðra viðburði