
Tinna Guðmundsdóttir
Tinna Guðmundsdóttir er myndlistarkona og menningarstýra. Í listsköpun sinni skoðar Tinna nútíma samfélagsstrúktúra, skipulagsheildir, valdakerfi og tengsl mannsins við efnisheiminn. Hún vinnur aðallega ljósmyndir, skúlptúra og innsetningar. Tinna lauk MA-námi í myndlist við Listaháskóla Íslands árið 2022, MA-námi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst, 2008, og BA-námi í fjöltæknideild í LHÍ, 2002. Hún hefur sýnt víða og tekið þátt í fjölbreyttum verkunum í myndlistargeiranum, m.a. að stýra Sequences Real-Time Art Festival árið 2008, ritstýra yfirlitinu Nýlistasafnið 1978-2008 sem kom út 2010, framleiða heimildarmyndina Blindrahundur sem kom út 2017 og vinna sem forstöðumaður Skaftfells - myndlistarmiðstöð Austurlands frá 2012-2018. Tinna býr og starfar í Reykjavík.