Leitandi rannsóknarstofa – Steintré

Leitandi rannsóknarstofa – Steintré

Í tengslum við Hamraborg Festival verður opnuð tímabundin rannsóknarstofa í Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Viðfang rannsóknarstofunnar er að steintré í eigu Náttúrufræðistofu. Tréð fannst í Loðmundarfirði á Austurlandi og var seinna gefið safninu. Í rannsóknarferlinu verður stuðst við leitandi aðferðafræði með eftirfarandi spurningar að leiðarljósi: hvernig, hvenær og hvers vegna varð til steintréð? Hvenær fannst tréð og hvernig rataði það í safnið? Hvað geta steintré sagt okkur um náttúruna, tímann og samhengi hlutanna? Þessi viðfangsefni verða skoðuð út frá efniviði úr safneign, ytri heimildum og munnlegum frásögnum. Niðurstöður rannsóknarinnar verða ljósmyndir, minnispunktar, tímalínur, skýringarmyndir og fundnar heimildir.

Rannsóknarstofan tekur á móti gestum og verður opin daglega frá kl. 10:00 - 18:00, frá föstudeginum 29. ágú til þriðjudagsins 2. sept. Í kjölfarið verður afrakstur rannsóknarinnar sýndar í sýningarrými Náttúrufræðistofu dagana miðvikudaginn 3. sept til föstudagsins 5. sept á opnunartíma safnsins.

Sjá aðra viðburði