
Stirnir Kjartansson
Stirnir Kjartansson er tónskáld og gítarleikari frá Reykjavík. Tónlistin hans einkennist af barnslegri sköpunargleði og ást fyrir því óhefðbundna og leggur hann áherslu á ófyrirsjáanleika og tilraunamennsku í tónlistarsköpun sinni. Auk þess að hafa gefið út mikla tónlist sjálfur er hann meðlimur ótal margra hljómsveita í grasrótarsenunni, m.a. Trailer Todd, Yang Soup, final snack og MC MYASNOI.