Sid and Jim

Sid and Jim

Sid og Jim (Kent og Suffolk, Bretlandi) er listamannadúó búsett í Bretlandi sem vinnur með kvikmyndir, höggmyndalistir, málverk, hljóð, gjörninga og sýningarverkefni. Verk þeirra kanna frásagnir í gegnum smáatriði sem gleymast, þjóðsögur og kunnugleg menningarleg tákn, og grafa oft undan væntingum til að afhjúpa hið fáránlega eða óhugnanlega. Með því að nota ósýnileika, eyður og tillögur skapa þau opnar frásagnir sem bjóða áhorfendum að taka þátt; fylla í eyðurnar, spyrja spurninga um forsendur og skapa sína eigin merkingu.

Listiðkun þeirra máir út mörkin á milli skáldskapar og raunveruleika og leikur sér að spennunni á milli nærveru og fjarveru, með því að notast við hluti, myndir og umhverfi sem virka bæði kunnugleg og óræð. Þau sækja innblástur í dægurmenningu, goðsagnir og hversdaginn og bjóða áhorfendum að íhuga, með því að afhjúpa frásagnir, ímynda sér hliðstæðar sögur eða raða saman bútum úr sögu sem verður kannski aldrei fullsögð.

Sjá aðra listamenn