Saga Unnsteinsdóttir

Saga Unnsteinsdóttir

Saga Unn (f. 1992) er lista-höfundur sem býr og starfar í Fjarðabyggð. Verk Sögu, huglæg og oftar en ekki unnin úr fundnum eða endur-unnum munum, endurspegla hugleiðingar Sögu um sköpunar ferlið bæði eins og það birstist í listinni og í náttúrunni. Skapandi og skemmandi ferli. Hringrásir. Samband fólks við umheiminn, menningar- og náttúru heima. Saga útskrifaðist úr Fjölbraut Breiðholti 2012 með stúdentspróf í myndlist, og úr Lasalla Collage of the Arts með BfA árið 2016 auk þess að ljúka námi í Japönsku í Háskóla Íslands 2021. Saga hefur tekið þátt í ýmsum einka- og hóp sýningum á Íslandi, Singapúr, Japan og í Kína.

Í verkum mínu velti ég fyrir mér leyndardómur sköpunarferlisins. Dreg línur milli punkta sem tengja veröld listarinnar, við náttúruna - veröldina sem umkringir mig. Samspil umhverfisins (og dýraríkisins) og “sjálfskapaða” veröld mannsins. Þau skrítnu sambönd, tengingar, og stigveldi sem myndast milli fólks og annara dýra og náttúrulegra fyrirbæra. Einangrun fólks frá náttúrunn. Hringrásir. Leindardómsfull öfl og lögmál sem lyggur á bakvið alla sköpun. Í jöfnum mæli (endalaust í báðar áttir) endurnýjun og eyðilegging. Sköpun og skemmdarverk.

Sjá aðra listamenn