Beðið

Beðið

Beðið (a flower bed; or waiting) er sjötta innsetning í kennslubóka seríu Sögu Unn. Beð af goggum úr endurunnum orða- og kennslubókum, eins og einhverskonar lífvera, vex og dreifir úr sér. Breytist og breytir umhverfi sínu - aðlagast - með hvejum brotnu blað sem bætt er við fjöldann. Sköpun eða skemmdarverk, Beðið sýnir hvernig mörkin milli þessa "andstæðu" ferla eru ekki alltaf skýr. Að þeir tilheira sömu heild eða hringrás. Loðin sköpun, eitthvað sem verður til í sama andadrætti og það er tekið í sundur. Bækur fá nýtt líf, mynda nýja meiningu, innihaldið skríður úr samhengi, verður meira og meira að óskiljanlegri vitleysu. Eins og blóm eða hrúðurkarlar á skipi, fyrirbæri samasett úr fjölda smærri fyrirbæra í sífeldri endurnýjun - alltaf-bæði-og að verða til og að brotna niður.

Sjá aðra viðburði