
Rúnar Örn Jóhönnu Marínóson
Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson (f. 1989) er myndlistar- og tónlistarmaður. Hann ber gráður í myndlist frá Royal Academy of Fine Arts Antwerp og Listaháskóla Íslands. Í gjörningum, innsetningum og teikningum sínum, sem einkennast af mikilli leikgleði, skoðar hann leiðir manneskjunnar til að finna ljóðrænu, fegurð og tilgang í óreiðukenndu skipulagi tilveru sinnar. Til þess tileinkar hann sér minnismerki og fagurfræði fyrirbæra á borð við uppistand, listasögu, áhugamannaleikhús, barnaefni, internetið og dægurmenningu.