
Í verkinu "Open Bar" sem flutt verður á Catalinu bregður Rúnar sér í hlutverk barþjóns. Áhorfendur fylgjast með honum þylja upp og fylgja uppskrift að dularfullum drykk sem kallast "Draumabikar". Innihaldsefni drykkjarins eru ljóðræn. Má þar nefna raunveruleika, þrá og sorg. Með hverju þeirra fylgir einhverskonar atriði eða aðgerð. Þegar drykkurinn hefur verið blandaður hefst svo hátíðleg innvígsluathöfn, eins konar altarisganga. Verkið, sem sprottið er upp úr þversögninni í titli þess, "Open" - opinn, og "bar" eða "barre" - hindrun, er hugleiðing um hin óumflýjanlegu mörk sem liggja á milli þeirra sem skapa og þeirra sem njóta