
Pláneta
Jorika og Siggi eru ákafir foreldrar sem uppgötvuðu töfra skynjunarleiks fljótlega eftir fæðingu frumburðar þeirra. Þau höfðu svo gaman af og sáu þann ótrúlega ávinning sem skynjunarleikur hafði á þroska dóttur þeirra að þau fundu sig tilneydd að deila reynslu sinni og upplifunum með öðrum foreldrum á Íslandi. Með leiksmiðjum sínum leitast Jorika og Siggi við að hjálpa öðrum foreldrum að uppgötva jákvæð áhrif skynjunarleiks á þroska barnanna og leyfa sköpunarhæfni þeirra að blómstra.