
Óskar Örn Arnórsson
Óskar Örn Arnórsson er arkitekt og arkitektúrsagnfræðingur. Hann lauk nýverið doktorsprófi frá arkitektúrdeild Columbiaháskóla, þar sem hann varði ritgerðina “Architectures of the Marshall Plan in Europe, 1948–1952," vorið 2025. Í ritgerðinni skoðar Óskar Örn hvernig Bandaríkin stjórnuðu Vestur-Evrópu í gegnum hið byggða umhverfi á árunum eftir seinni heimsstyrjöld, með því að skoða byggingar í Þýskalandi, Frakklandi og Grikklandi. Meðal rannsóknarviðfangsefna Óskars Arnar eru arkitektúr alþjóðastofnana, arkitektúr alþjóðlegrar þróunar og tengsl arkitektúrs og umhverfis. Hann hefur flutt pistla um íslenskan arkitektúr í útvarpsþættinum Víðsjá, starfar sem ritstjóri hjá Nordisk Revy for Arkitektur og er sýningarstjóri Slökkvistöðvarinnar, sjálfstæðs sýningar- og viðburðarýmis fyrir arkitektúr og rýmislistir sem er staðsett í fyrrum slökkvistöð áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi.