Arkítektúrganga um Hamraborg

Arkítektúrganga um Hamraborg

Í þessari arkitektúrgöngu verður gengið frá Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, sem er elsta byggingin þar sem nú er miðbær Kópavogs. Við munum m.a. velta fyrir okkur stíltegundunum síðmódernisma, brútalisma og póstmódernisma, meðferð yfirborðs bygginga, og því hvernig samgöngur og umferð móta byggð. Hvoru tveggja óvíða jafn listilega tvinnað saman og í Hamraborg, en miðbæinn mætti nefna fyrsta þéttingarreit Íslands.

Kærar þakkir fyrir hjálp og greiðvikni við undirbúning gönguferðarinnar fær Benjamín Magnússon, arkitekt.

Sjá aðra viðburði