
Natalia Duarte Jeremías
Natalia Duarte Jeremías (f. 1985) er víóluleikari og kennari frá Kosta Ríka búsett í Reykjavík. Í brennidepli hjá Nataliu er sögumiðaður tónlistarflutningur, spuni og þátttökulist sem hún miðlar í gegnum tónlistarkennslu, sérstaklega aðlagaðri að yngstu áhorfendum og fjölskyldum þeirra. Hún hefur reynslu sem kennari og leiðbeinandi í tónlistarskólum, menningarfélögum og hagnaðarlausum samtökum í Kosta Ríka, Spáni, Ítalíu og Íslandi. Auk kennslustarfa sérhæfir Natalia sig í bæði nútíma- og upprunatónlist og kemur reglulega fram með hljómsveitum og kammerhópum upprunatónlistar á Íslandi og erlendis. Hún stundar nú doktorsnám í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands.