
Smíðum og spilum á hristur úr endurunnu efni!
Fjölskyldusmiðja í samstarfi við GETA hjálparsamtök
Vertu með í vinnusmiðju þar sem börnin smíða og skreyta eigin hristur úr efni sem fellur frá í hversdeginum, t.a.m. klósettpappírsrúllum og pappakössum. Þessi smiðja býður börnum að kanna sköpunarkraft sinn og um leið læra um gildi þess að endurnýta. Þegar hljóðfærin eru tilbúin munum við ljúka smiðjunni með að spila saman og allir fá tækifæri á því að gera tilraunir með takt og hljóð í sameiningu með nýju hristunum sínum. Smiðjan er sérstaklega hönnuð með alþjóðlegar fjölskyldur í huga en hún er fullkomin fyrir fjöltyngda hópa og hvetur til þátttöku þvert á menningu og tungumál. Komið! spilið tónlist, skapið eitthvað einstakt og takið þátt í gleðinni sem fylgir því að búa til list í samfélagi!