
Maria Meldgaard Alejnikow
Maria Meldgaard Alejnikow er danskur listamaður sem býr og starfar á Íslandi. Hún notast við fjölbreytta miðla í listiðkun sinni og rannsakar hugsun, efnisleika og samband náttúru og manns. Hún hefur alltaf búið í nálægð við sjóinn og sér tengingu á milli listræna ferlisins og flóði og fjöru.
Með verkum sínum leitast hún við að stofna til samtals milli manns og náttúru þar sem kemur truflun á hringrás hversdagsins og tækninotkun. Hún er með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands og leggur um þessar mundir stund á nám í sálfræði og stefnir á að finna leiðir til þess að sameina þessi tvö fög í verkum sínum.