
Þessar náttúruteikningar eru gerðar í samstarfi við sjávar- hluti og dýr út frá blekskellum Rorschachs og hvernig þær voru notaðar til þess að áætla karakter einkenni einstaklinga og tilfinningalega virkni þeirra. Tenging er dregin á milli sjávarfangsins og blekskellnanna til þess að kanna hegðun og háttalag þessara hluta í samhengi við þær aðferðir sem eitt sinn voru notaðar til þess að kanna huga mannsins. Samtal verður á milli þessara frumsálfræðilegu aðferða og þeirri abstrakt hugmynd sem við höfum um lífið utan huga manneskjunnar. Verkin hverfast um þá hugmynd að hegðun og hugar gætu einnig fundist í sjávarlífi.