
Improv for Dance Enthusiasts
Improv for Dance Enthusiasts er danshópur með aðsetur á Dansverkstæðinu. Frá stofnun hafa þau skipulagt dansnámskeið í ólíkum dansstílum, sem og dans "jam" með lifandi tónlist með það að markmiði að byggja hægt og rólega upp spunadanssamfélag í Reykjavík. Á undanförnum árum hefur hópurinn unnið meira verkefnamiðað og rannsakað möguleika í spunahreyfingum, öruggara rými og sameiginlegum lærdómi. Í starfi sínu leggja þau áherslu á gagnsæi gagnvart þátttakendum sínum og opið námsumhverfi fyrir bæði byrjendur og reynda dansáhugamenn. Hópurinn var stofnaður árið 2020 og er rekinn af fimm erlendum listamönnum sem búa á Íslandi: Janosch Bela Kratz, Linde Hanna Rongen, Magdalena Tworek, Meeri Susanna Mäkinen og Yelena Arakelow.