
Hljóðganga fyrir fjörur er hálftíma ganga undr hljóðleiðsögn og samsetning hreyfinga sem hægt er að flytja í hvaða strandlengju sem er. Gjörningurinn er útkoma L.E.A.F. (Learning through Ecological Art Forms), vinnusmiðjum sem kanna ábyrgð okkar og tengingu gagnvart náttúrulegum umhverfum. Allir þættir verkefnisins voru samskapaðir í flæðandi og fjölbreytilegum hópi þátttakenda sem leiddur var af meðlimum hópsins Improv for Dance Enthusiasts Janosch Bela Kratz, Linde Hanna Rongen, Magdalena Tworek og Meeri Susanna Mäkinen.
Hópurinn mun ferðast með flytjendum verksins þvert yfir jökla, vötn, skóga og í hella í gegnum hljóðmynd, ljóð, sögusagnir og uppreisnargjarna umhyggju. Gjörningurinn blandar saman skáldskap og heimildarvinnu við staðbundna nærveru. Áhorfendur eru beðnir um að koma með fullhlaðna síma og heyrnatól.