
Hlynur Steinsson
Hlynur Steinsson (f. 1996) er vistfræðingur með meistaragráðu frá Háskóla Íslands (2024). Í verkefnum sínum skoðar hann gjarnan lífverur sem dafna við jaðarskilyrði, við aðstæður sem oft eru taldar óæskilegar eða óverðugar athygli. Hann vann útvarpsþættina Fuglafit í samstarfi við RÚV þar sem fjallað var um mállýskur og menningu fugla í borgarumhverfi. Í núverandi verkefnum beinir hann sjónum að lífverum borgarinnar með því að meitla samband okkar við þær beint inn í steinsteyptan raunveruleikann.