
Herdís Hlíf (Herdill)
Herdís Hlíf (Herdill) er myndlistarmaður fædd 1999 sem býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2023. Hún stundaði einnig nám við Myndlistaskólan á Akureyri og Accademia di Belli Arti di Brera í Milan. Verkin hennar eru draumkennd, berskjölduð, krefjandi og tilfinningarík. Hún notar listiðkun sína sem tól til þess að kafa í sjálfa sig og miðla því sem hún finnur til áhorfendanna og býður þeim að spegla sig í sér.