Ör

Ör

Um haustið 2020, í einni af fyrstu bylgjum covid, heimsótti ég 50 einstaklinga, flesta ókunnuga. Þau sýndu mér örin sín, sögðu mér sögurnar á bakvið þau og ég tók mót af húðinni þeirra. Ég steypti síðan örin í gifs, svo úr varð nákvæm eftirmynd, lágmynd sem veitir innsýn í liðinn sársauka.

Úr varð eins konar skjalasafn af örum í öllum stærðum og gerðum, frá fólki á öllum aldri og úr ólíkum áttum. Þau sýna slys, sjálfsskaða, aðgerðir, veikindi og allt þar á milli. En verkið varð á sama tíma vettvangur fyrir fallegar, hráar og viðkvæmar stundir milli tveggja einstaklinga sem á þessum tímapunkti voru flestir einangraðir og hræddir.

Mig langaði að taka örin úr samhengi og skilja ekkert eftir nema skynjunina.

Áferðina, mynstrið, tilfinninguna.

Staðina sem ímyndunaraflið fer með þig á.

Þetta er ástarbréf til húðarinnar, sem verndar okkur og grær alltaf.


Sjá aðra viðburði