Heiða Árnadóttir & Þórunn Björnsdóttir

Heiða Árnadóttir & Þórunn Björnsdóttir

Þórunn Björnsdóttir (1971) nam tónlist og myndlist í Reykjavík og síðar í Amsterdam og Den Haag í Hollandi. Hún hefur unnið í ýmsum miðlum, bæði tónverk og innsetningar og liggja verk hennar oft á mörkum hins persónulega og opinbera rýmis. Hún er einnig blokkflautuleikari og kennari og hefur gefið út ljóðabók. Verk hennar hafa verið sýnd og flutt á ýmsum stöðum bæði á Íslandi og í Evrópu.

Heiða Árnadóttir söngkona hefur á ferli sínum lagt áherslu á flutning samtímatónlistar, auk þjóðlagatónlistar, djass og tilraunatónlistar. Heiða lauk meistaranámi frá Tónlistarháskólanum í den Haag í Hollandi. Hún hefur flutt verk m.a. á Myrkum Músíkdögum, Norrænum músíkdögum, Iceland Airwaves, Sumartónleikum í Skálholti, Jazzhátíð Reykjavíkur og ýmsum hátíðum erlendis. Heiða var staðarlistamaður Myrkra músíkdaga árin 2020-2023 og vann hún Grímuverðlaunin sem söngvari ársins 2024 fyrir ljóðsöguna Mörsugur. Heiða er lagahöfundur, textaskáld og söngkona í hljómsveitinni Mógil.

Sjá aðra listamenn