
Blómstur - spunaverk fyrir rödd og blóm eftir Þórunni Björnsdóttur.
Rödd: Heiða Árnadóttir.
Verkið Blómstur er spuni og þátttökuverk þar sem viðstaddir næra
flytjandann með blómum sem umbreytir þeim í hljóðskúlptúr með
raddspuna. Verkið er innblásið af Hanatoba sem er japönsk hefð, þar
sem hvert blóm táknar tilfinningu og á sitt eigið tungumál. Í verkinu
býður Heiða gestum í leiðangur þar sem hún gerir tilraun til að gefa
hverju blómi sitt tungumál umvafið tilfinningu í samspili við þátttakendur.
Verkið fer fram í blómabúðinni 18 Rauðar Rósir.