
Gunndís Ýr Finnbogadóttir
Gunndís Ýr Finnbogadóttir útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Piet Zwart Institute og Plymouth University árið 2008 og M.Art.Ed. gráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Gunndís er dósent við listkennsludeild Listaháskóla Íslands og vinnur að doktorsverkefni við Háskóla Íslands og skoðar tengsl hreyfinga líkamans (með áherslu á göngu), umhverfis og hugsunar. Hún vinnur í fjölbreytta miðla, þar á meðal innsetningar með textaverkum, gjörningum og viðburðum sem vísa í staði og samhengi aðstæðna þar sem verkin eru sýnd. Hún vinnur oft með staðbundin viðfangsefni sem tengjast upplifunum af stöðum, gróðri eða náttúrulegum fyrirbærum, og hefur sérstakan áhuga á að skrásetja breytingar í umhverfinu. Í verkum sínum nýtir hún texta, ýmsar leiðir til skrásetningar, teikningu, pappír, myndbönd og fleiri miðla til að tengja áhorfandann við umhverfi og tíma. Gunndís er þátttakandi í rannsóknarverkefninu Freedom to Make Sense embodied, experiential and mindful research sem er unnið af rannsakendum við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands í samstarfi við yfir 20 háskóla og rannsóknarstofnanir víðs vegar um heiminn. MakeSense þróar nýstárlegar aðferðir til líkamlegrar og reynslubundinnar rannsókna sem liggja á mörkum heimspeki, listrannsókna og vitsmunavísinda.
Mariana og Gunndís hafa unnið saman að nokkrum kennslu- og rannsóknarverkefnum og halda áfram að fylgjast með gróðri og sögum við Háveginn sem og á öðrum svæðum. Nýverið var grein þeirra Bodies of Water: Outdoor Sensory Learning in Local Places birt í IMAG tímaritinu: https://www.insea.org/wp-content/uploads/2025/03/IMAG_issue_18_final.pdf (https://www.insea.org/wp-content/uploads/2025/03/IMAG_issue_18_final.pdf)