Birna Karlsdóttir, Bjartey Elín Hauksdóttir & Sóley Ólafsdóttir

Birna Karlsdóttir, Bjartey Elín Hauksdóttir & Sóley Ólafsdóttir

Birna, Bjartey, og Sóley eru íslenskir dansarar sem kynntust fyrst við nám í Listaháskóla Íslands. Frá útskrift hafa þær starfað sem dansarar og danshöfundar, bæði á Íslandi og erlendis. Árið 2024 komu þær saman til þess að stofna Óþekkt Tríó, hóp sem gengur á sameiginlegri listrænni sýn. Í Nóvember 2024 opnuðuð þær Reykjavik Dance Festival með því að frumflytja sitt fyrsta verk, Installation. Í febrúar 2025 flutti þríeykið verk í Listasafni Reykjavíkur á Safnanótt.

Sjá aðra listamenn