Óþekkt tríó

Óþekkt tríó

´Óþekkt Tríó´ er dans tríó þar sem dansararnir og höfundarnir, Bjartey Elín Hauksdóttir, Birna Karlsdóttir og Sóley Ólafsdóttir, dansa fyrir utan og innan töluna þrjá. Verkið umkringist þríhyrning á gólfinu og er áhorfendum kleift að ganga um rýmið og horfa á verkið frá mörgum sjónarhornum. Tríóið nálgaðist samstarfið með það í huga að vinna út frá endurtekningum innan heilagrar rútínu, búin til með andardrætti og reglum. Hreyfingar verksins eru taktfastar og skýrar. Með skörpu uppbyggingunni ríkir hringrás og mjúk hræring sem gefur forminu andardrátt. Formfastar endurtekningar eru eins og endalaus hringrás sem aldrei er brotin. Því þreyttari sem þær verða við allar endurtekningarnar, því sterkari verður heildin og samhæfing myndast á milli dansarana inni í þessari dularfyllri hringrás.

Sjá aðra viðburði