Bergur Thomas Anderson

Bergur Thomas Anderson

Bergur Anderson er tónskáld og hljóðlistamaður frá Reykjavík. Hann býr og starfar í Rotterdam, Hollandi.

Bergur útskrifaðist með BFA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2011, og sótti meistaranám í KABK, Den Haag, Hollandi — og útskrifaðist með MFA árið 2017. Verk hans hafa verið kynnt í Harbinger, Mengi, Kling & Bang (IS); The Pole, Rib, PuntWG, at7 (NL); De Nor, Het Bos (BE); og fengið spilun hjá BBC Radio 3, NTS, Kiosk Radio, Rás 1, Palanga Street Radio, Radiophrenia, Radio TNP.

Útgefin verk eru Unisong (LP, 2024), come, Memory: fieldwork (kassetta, 2023, unnin í samstarfi við Katrinu Niebergal), Around the Songster’s Commune (kassetta, 2022), og Night Time Transmissions (LP, 2021).

Samhliða eigin ferli starfar Bergur sem tónskáld, upptökustjóri, flytjandi, o.fl. — og þróar hljóðræna þætti fyrir sviðsverk, kvikmyndir, innsetningar og útgefin verk annarra listamanna.

Sjá aðra listamenn