
Berglind Erna Tryggvadóttir
Berglind Erna Tryggvadóttir (f. 1993) er myndlistarkona og rithöfundur. Hún stundaði nám í myndlist við Listaháskóla Íslands, Piet Zwart Institute og École nationale supérieure d'arts de Paris Cergy. Þá er hún með MA-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands.
Berglind Erna vinnur í ýmsa miðla, segir sögur í gegnum hluti, myndir og gjörninga. Hún leitar að því ótrúlega í hversdeginum og rannsakar gjarnan tengslin milli fólks og hluta í verkum sínum. Berglind Erna hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar, hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig dvalið í gestavinnustofum víðsvegar um heim, m.a. í Frakklandi, Finnlandi og Ungverjalandi.