Hefur þú heimsótt mig?

Hefur þú heimsótt mig?

– Ég man þegar ég kom hingað fyrst. Þá var verið að gera við kirkjuna og það var ekki búið að leggja veginn eins langt og hann liggur núna en það var sama andrúmsloft, sama ára og við finnum fyrir hér í dag.

– ÁRA? Þetta er nú meiri steypan í þér…

Á Hamraborg Festival frumsýnir Berglind Erna verkið Hefur þú heimsótt mig?, tilraunakennt útvarpsleikrit sem byggir að hluta til á æskuminningum hennar af heimsóknum í Hamraborg. Þær fléttast saman við raunveruleg og uppspunnin ferðalög, vegalengdina milli A og B, tilfærslur af ýmsum toga, hreyfingar, upp og niður, leiðarenda og inn á milli, áningastaði. Verkið fer að mestu leyti fram á íslensku.


Sjá aðra viðburði