Auja Mist & Rírí Sól

Auja Mist & Rírí Sól

Auður Mist og Ragnheiður Íris kynntust í gegnum sameiginlega vinkonu þegar þær voru 18 ára. Síðan þá hafa þær verið samgrónar samlokur.

Auður Mist vinnur þvert á miðla til þess að koma hugsjónum sínum og pælingum á framfæri. Líkaminn og líkamlegar upplifanir hefur verið þungamiðja í hennar verkum, bæði sem umfangsefni og sem miðill. Ragnheiður Íris vinnur með textíll. Þráðurinn kemur til hennar í gegnum formæður hennar og hún fylgir þræðinum í gegnum fortíðina og ígrundar þannig eigin tilfinningar og upplifun og breytir þeim í sammannlega mynd.

Þær útskrifuðust báðar með bakkalárgráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2023, þar sem samstarf þeirra byrjaði. Þær sameinast í listinni sem Auja Mist og Rírí Sól. Með vináttu sinni undirstrika þær gleðina og þyngdina sem fylgir því að vera og alast upp sem stelpa.

Sjá aðra listamenn