
Sameiginleg upplifun margra stelpna er að taka eftir því að verið er að fylgjast með þeim. Stundum á það til að gerast að stelpur fá snemmbúna inngöngu í fullorðinna kvenna tölu. Þær eru ennþá börn en þeim blæðir og aum brjóstin eru farin að myndast. Á vandræðalegu tímabili milli þess að vera barn og unglingur, upplifa þær það í fyrsta skipti að vera kona. En er sú upplifun sönn eða endurspeglun í gegnum fullorðnar konur í kringum þær?
Í Með brjóst á barni endurleika listakonurnar myndbönd og ljósmyndir frá þessu tímabili hjá sér. Þegar þær stilltu upp myndavélum í herbergjum sínum og léku hlutverk kvenna í fyrsta sinn fyrir framan linsurnar. Höguðu sér og hreyfðu sig eins og þær héldu og sáu að konur gerðu. Það efni verður í fyrsta sinn tekin úr svefnherberginu og sýnd til almennings - langt frá örygginu sem fylgir herbergi stelpna. Efni sem gert var til þess að vera séðar - verður nú loks séð af áhorfendum.