Ásgerður Arnardóttir

Ásgerður Arnardóttir

Ásgerður Arnardóttir (Ása) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist úr Listaháskóla Íslands vorið 2018 og með MFA gráðu frá California Institute of the Arts árið 2023. Hún hefur sýnt á Íslandi, Spáni og Los Angeles og vinnur með fjölbreytta miðla svo sem innsetningar, málverk, stafræna prentun, ljóðlist, hljóðverk, myndbandsverk og skúlptúra.

Með verkum hennar ögrar hún rituðu máli og setur þau upp í nýju samhengi þar sem orð geta jafnvel umbreyst í myndmál, hljóðverk eða hverju því sem hún sér samtal á milli hverju sinni. Skrifleg verk hennar fjalla oft á tíðum um innri togstreitu og meðhöndlun tilfinninga í samtali við utanaðkomandi hluti og umhverfið. Það er því samspil hins innra og þess ytra sem kveikir helst á sköpun verka hennar; landslag sálarinnar samanborið við náttúrulandslag; raunrými í samspili við sýndar- og hugmyndarými. Hún skorar á líkamlega skynjun þess að staðsetja sig innan rýmis, og skapar þar á meðal verk sem minna á neikvætt rými líkama eða einingar.

Sjá aðra listamenn