Þríþættir draumar

Þríþættir draumar

Þríþættir draumar / dreams in three er gagnvirk innsetning unnin úr endurunnum textílefnum og er heimur sem leikur sér að takmörkunum, mörk eru höfð opin en um leið heft. Áhorfendum er kleift að snerta, sitja, liggja, ímynda sér, horfa, finna og svo mætti lengi telja. Þetta er veröld sem er fastmótuð en í senn fljótandi og vitnar í sífellda, óstöðvandi breytingu. Verkið vekur upp spurningar um tíma, samhengi og hugmyndina um að hlutir hverfa ekki að fullu, heldur umbreytast. 

Talan þrír er fyrsta talan sem hefur upphaf, miðju og endi. Fyrir mér táknar hún breytingu og skapar spennu og lausung í samhæfðu jafnvægi.


Sjá aðra viðburði