
Arnór Kári
Arnór Kári er vegglistamálari, raftónlistarmaður, ljósmyndari og skáld. Með 20 ára reynslu í vegglist og 10 ár í tónlistarsköpun sem Andartak. Samhliða persónulegu grúski hefur hann unnið að ýmsum samstarfverkefnum fyrir einkaaðila, fyrirtæki, skóla og aðrar stofnanir. Í sumar vinnur hann sem leiðbeinandi í vegglist fyrir Skapandi Sumarstörf í Kópavogi, ásamt tónleikahaldi og öðrum fjölbreyttum verkefnum sem myndhöfundur og skáld.