
Hvað dreymdi nágranni þinn í gærnótt? Hver er furðulegasta hugmyndin þín um hvað Kópavogur gæti verið? Vertu með í að semja DRAUMA ÚTVARP: fjölradda hljóðvarp nærliggjandi hljóða og vangaveltna.
DRAUMA ÚTVARP gerir drauma þína, pólitískar og félagslegar langanir og ofur nærtæka raunveruleika þína heyranlega. Innblásið af sögu sjóræningja- og róttæks útvarps og möguleika útvarpsins til þess að vera kraftmikil tenging á milli staða.
Komdu og segðu frá því sem að þú hefur heyrt eða vonast til þess að sjá, heyra eða ímynda þér um Hamraborg Festival, Kópavog og fleira. Við munum vinna með hljóðupptöku á vettvangi, skrif og samsköpun til þess að búa til DRAUMA ÚTVARP. Þú þarft ekki að hafa neina reynslu í hljóðvinnslu eða upptökum til þess að taka þátt en ef þú vilt koma með hljóðfæri eða verkfæri með þá er það velkomið!
Þátttakendur geta tekið þátt í dagskrá útvarpsins með því að skrifa eða taka upp eftirfarandi umræður.
- Fyrirboðia, bæði slæma og góða
- Skrýtna drauma og túlkun þeirra á þeim.
- Staðbundnar fréttir (t.d. slúður úr Hamraborg, gjörninga slúður, umfjallnir um bestu samlokustaðina)
- Vonir, sameiginlegan skáldskap.
DRAUMA ÚTVARP verður streymt á meðan á Hamraborg Festival stendur.