
Við berum sólina er þriggja daga opin vinnustofa sem býður þátttakendum að kanna framsetningu sjálfsins, það að tilheyra og fegurð hins ólíka í gegnum prentlist og gerð sameiginlegra klippimynda. Á þriðja degi vinnusmiðjunnar munum við eyða tíma saman, grilla og búa til sameiginlega veggmynd með hveitimauki í bílakjallaranum við Hamraborg - listaverkið er þar með hannað til að breytast og dofna með tímanum og fagna síbreytilega eðli almenningsrýmis.
Vinnustofan samanstendur af tveimur lotum:
26. ágúst: Vinnustofa fyrir alla aldurshópa í Bókasafni Kópavogs
27. ágúst: Vinnustofa fyrir ungt fólk (16–25 ára) í Ungmennahúsinu Molanum
28. ágúst: Unnið að veggmynd á bílastæðinu við Hamraborg.
Þátttakendur munu svara röð af opnum skapandi spurningum með því að nota ljósritunarvélar, skanna og prentara. Til dæmis: "Þér er boðið til Mars. Hvað myndir kallar þú þig? Hvað ert þú? Notaðu önnur orð en 'manneskja' - helst á tungumáli geimvera. Skrifaðu eða teiknaðu svarið þitt og prentaðu það síðan út."
Leiðbeinendur vinnustofa munu aðstoða þátttakendur við að kanna spurningarnar og nota verklega listsköpun til að hugleiða sjálfsmynd, það að tilheyra og margbreytileika. Loka veggmyndin verður sameiginleg tjáning á þeirri ólíku orku sem við berum innra með okkur - ólíkar leiðir til þess að halda sólinni.