
“The laying of a trail… becomes not only a pleasure in itself, but an inducement to plan a better way of life, to construct worthwhile things, or to weave a better product in the loom of our being” – Earle Amos Brooks, A Handbook of the Outdoors, 1925
“A thing is right when it tends to preserve the integrity, stability and beauty of the biotic community. It is wrong when it tends otherwise.” ― Aldo Leopold, A Sand County Almanac and Sketches Here and There
Hvað er vinna, hvað er handverk, hvað er list? Ferðu eftir stígnum, gengur þú út af, styttir þú þér leið? Ertu að drífa þig, ertu að spjalla, ertu að fylgjast með? Er gaman, er erfitt, er leiðinlegt?
Stígagerðin er samansafn af fólki sem meira og minna kynntist í Viðhaldsteymi gönguleiða á Hengilssvæðinu, stígagerð á Hellisheiði og Nesjavöllum. Við erum vinir, við erum listamenn, við vinnum saman. Við leiðum fólk eftir stígnum, stígurinn þarf að vera skemmtilegur til þess að þú haldist inni á honum.
Markmið verksins er að koma margvísilegum hæfileikum okkar og sameiginlegum upplifunum saman á heildstæðan hátt og vekja umhugsun um náttúruvernd, stígagerð og vinskap.